Það er að verða tæpt að Luke Shaw bakvörður Manchester United og enska landsliðsins geti tekið þátt í Evrópumótinu í sumar með landsliðinu.
Shaw hefur verið algjör lykilmaður í landsliði Gareth Southgate undanfarin ár.
Hann hefur glímt við meiðsli aftan í læri síðustu vikur en átti að vera að snúa til baka, bakslag koms hins vegar í endurhæfingu hans.
„Luke er erfitt dæmi, það er minni möguleiki en áður að hann geti spilað bikarúrslitin,“ segir Erik ten Hag.
„Það er mjög hæpið, með enska landsliðið get ég ekki sagt. Hann fékk bakslag en við erum að reyna að finna út úr þessu.“