Arnar Þór Viðarsson verður nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Gent. Frá þessu er sagt þar í landi í dag.
Arnar hefur verið að þjálfa yngri lið Gent eftir að Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað að reka hann úr starfi landsliðsþjálfara á síðasta ári.
Arnar var landsliðsþjálfari en á undan því yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.
Arnar hefur verið búsettur í Belgíu stærstan hluta ævi sinnar og fær nú þetta starf hjá einu af stóru félögunum í Belgíu.
Arnar var nokkuð umdeildur sem landsliðsþjálfari Íslands en hann fékk erfið spil á hendur í starfinu og var að lokum látinn fara.