John Achterberg markmannsþjálfari Liverpool hefur sagt upp störfum hjá félaginu og heldur til Sádí Arabíu í sumar.
Achterberg er að ganga til liðs við Al Ettifaq þar sem Steven Gerrard er þjálfari liðsins.
„Gangi honum vel,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool sem er sjálfur að kveðja Liverpool á sunnudag.
Pep Ljinders aðstoðarþjálfari Klopp er einnig að kveðja og tekur við RB Salzburg.
Ljóst er að margir kveðja Liverpool á sunnudag en Thiago Alcantara og Joel Matip fá ekki nýjan samning hjá félaginu.