David Ornstein, einn virtasti blaðamaður Bretlands, leyfði lesendum The Athletic að spyrja sig spjörunum úr nýlega og fékk hann þá meðal annars spurningu um Pep Guardiola og framtíð hans hjá Manchester City.
Guardiola hefur náð ótrúlegum árangri með City frá því hann tók við 2016, unnið ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og í fyrra vann hann þrennuna, til að mynda.
Samningur Spánverjans rennur út eftir næstu leiktíð.
„Ég held það sé ekki búið að taka ákvörðun. Guardiola á það til að bíða fram á síðustu stundu með að skrifa undir nýjan samning,“ segir Ornstein.
„Tilfinningin í bransanum er sú að hann hætti sumarið 2025. Eins og er hef ég samt ekkert til að styðja við þetta.“