Slæmt gengi KR heldur áfram en liðið tapaði 5-3 í kvöld gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Gregg Ryder þjálfari liðsins var sár og svekktur eftir leik.
Þetta var þriðja tap KR í fjórum leikjum. Liðinu hefur gengið illa undanfarið og til að mynda ekki unnið í deildinni síðan í 2. umferð.
„Ég er auðvitað mjög vonsvikinn. Ég er viss um að þetta var góður leikur fyrir hina hlutlausa en mörg markanna sem við fengum á okkur voru of einföld. Ég er vonsvikinn með það,“ sagði Gregg við RÚV eftir tapið í Garðabæ í kvöld.
Hann gerir sér grein fyrir að frammistaðan undanfarið hafi ekki verið nægilega góð.
„Þetta er erfiður kafli. Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við. Við erum á erfiðum kafla eins og er og munum gera allt sem við getum til að snúa þessu við.“