Það er ljóst að Raphael Varane er á förum frá Manchester United í sumar en samkvæmt nýjustu fréttum gæti næsti áfangastaður hans komið mörgum á óvart.
Samningur franska miðvarðarins er að renna út í sumar og verður hann ekki endurnýjaður. Hann er því fáanlegur frítt í sumar.
Samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum hyggst félagið Tigres þar í landi freista þess að reyna að lokka hinn 31 árs gamla Varane til sín.
Varane hefur átt glæstan feril en áður en hann var hjá United var hann hjá Real Madrid. Hann varð þá heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.