fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ræddu holdarfar Ísaks og eru hissa á því hversu þéttur hann er – „Ég var í sjokki að sjá hann“

433
Þriðjudaginn 14. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson sparkspekingur Fótbolta.net var hissa að sjá líkamlegt atgervi Ísaks Þorvaldssonar sóknarmanns Breiðabliks á sunnudag þegar hann fór á völlinn.

Valur fór á sigur Breiðabliks gegn Fylki á sunnudag þar sem Ísak byrjaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. Ísak Snær er samningsbundinn Rosenborg en var lánaður til Blika í upphafi móts.

Líkamlegt atgervi Ísaks hefur oft komið til umræðu og undanfarnar vikur hefur það verið til umræðu í hinum ýmsu spjallþáttum.

„Bara ekki sérstaklega vel, hann er ekki í næginlega góðu standi,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net um ástandið á Ísaki í Innkastinu.

Valur sem er fyrrum markvörður Leiknis tók þá til máls. „Hann er í slæmu standi, þéttur á vellinum. Ég var í sjokki að sjá hann, hvíti búningurinn ekki að gera honum neitt þarna. Hann er í verra standi en ég átti von á,“ sagði Valur.

Valur skilur ekki hvernig Ísak bætir svona á sig þegar hann hefur það sem atvinnu að spila fótbolta.

„Ég skil ekki alveg hvernig hann getur dottið í þetta stand sem atvinnumaður, mér fannst hann í slæmu standi og hvíti búningurinn ekki að gera honum greiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“