Manchester City er komið með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar mikilvægan sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld.
Allir sem tengjast Arsenal horfðu spenntir á leikinn og vonuðust eftir greiða frá erkifjendum sínum, fjöldi stuðningsmanna Tottenham vildi sjá lið sitt tapa leiknum.
Leikurinn var jafn og spennandi en það var hinn norski Erling Haaland sem skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.
Það fyrra kom eftir frábæra sendingu Kevin De Bruyne en það seinna úr vítaspyrnu. 0-2 sigur staðreynd.
Tottenham fékk sín færi í leiknum en bæði Ederson og Steffan Ortega vörðu vel en markvörðurinn fór meiddur af velli í síðari hálfleik og Ortega steig inn.
City er með 88 stig en Arsenal tveimur stigum minna fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudag.
City fær West Ham í heimsókn á Ethiad völlinn á meðan Arsenal tekur á móti Everton.