Tosin Adarabioyo, miðvörður Fulham, er eftirsóttur fyrir sumarið og er á óskalista stórliða.
Adarabioyo hefur heillað með Fulham sem er að eiga gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni og er um miðja deild.
Hefur frammistaða hans vakið athygli stærri liða og samkvæmt Daily Mail eru Newcastle og Chelsea áhugasöm.
Newcastle er þó sem stendur talið líklegra til að landa Adarabioyo.
Adarabioyo gekk í raðir Fulham frá Manchester City fyrir þremur árum síðan. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í London.