Manchester United hefur hætt við lokahóf sitt þetta árið eftir hörmulegt gengi karlaliðsins.
Átti lokahófið að fara fram eftir viku, en þar eru almennt veitt verðlaun fyrir tímabilið sem er að líða.
Ekkert verður af því í ár en United situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta er í annað sinn sem hætt er við lokahófið en það var einnig gert eftir slakt tímabil fyrir tveimur árum.
Ákvörðunin hefur þó verið gagnrýnd þar sem lokahófið er einnig fyrir kvennalið United og unglingalið. Kvennaliðið vann enska bikarinn í gær U18 liðið karlamegin vann deild og bikar.
Mörgum finnst skrýtið að aðrir þurfi að líða fyrir slakt gengi karlaliðsins.