Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Stefán Teitur Þórðarson náði þeim frábæra árangri að verða danskur bikarmeistari með Silkeborg á dögunum. Lið hans vann Mikael Neville Anderson og félaga í AGF 1-0 í úrslitaleiknum.
„Þetta er flott hjá honum og í raun flottur endir því hann er eiginlega búinn að gefa það út að hann fari í sumar,“ sagði Hrafnkell.
Hann telur ekki ólíklegt að hann Stefán fari til Kortijk í Belgíu í sumar, en þar er Freyr Alexandersson við stjórnvölinn.
„Það er nokkuð algengt skref að fara úr dönsku úrvalsdeildinni og til Belgíu eða Hollands.“
Umræðan í heild er í spilaranum.