Neil Warnock er hættur þjálfun en hann greindi sjálfur frá því fyrr á árinu eftir stutt stopp hjá Aberdeen í Skotlandi.
Um er að ræða gríðarlega reynslumikinn og þekktan stjóra sem hefur margoft sést í ensku úrvalsdeildinni.
Warnock er þó ekki hættur öllu því sem tengist fótbolta en hann er að gera samning við lið Torquay í ensku utandeildinni.
Warnock mun starfa á bakvið tjöldin hjá Torquay sem leikur í sjöttu efstu deild Englands en eignaðist nýlega nýja eigendur.
Þetta kemur í raun mörgum á óvart en Warnock er 75 ára gamall en virðist vera hvergi nærri hættur.