Cole Palmer hefur verið langbesti leikmaður Chelsea á þessu tímabili og var valinn leikmaðpur mánaðarins á Englandi í apríl.
Palmer fetaði þar í fótspor fyrrum leikmanns Chelsea, Eden Hazard, sem vann þessi verðlaun árið 2018.
Þegar Palmer var aðeins 13 ára gamall sendi hann einmitt skilaboð á Hazard á Instagram en hann hefur sjálfur birt það sem var skrifað.
,,Þú ert besti leikmaður í heimi,“ skrifaði Palmer til Hazard en sá síðarnefndi var þá á mála hjá Manchester City.
Afar skemmtilegt en þetta má sjá hér.