Goðsögnin Paul Merson hefur misst bílprófið í annað sinn á sinni ævi en frá þessu greina ensk götublöð.
Um er að ræða vel þekktan einstakling sem spilaði á meðal annars fyrir Arsenal og enska landsliðið.
Merson er 56 ára gamall í dag en hann var stöðvaður fyrir hraðakstur þrisvar sinnum á aðeins einum mánuði og er nú próflaus.
Merson hefur sjálfur viðurkennt mistökin en hann má ekki keyra bifreið næstu sex mánuðina vegna hegðun sinnar.
Englendingurinn hefur lengi starfað fyrir Sky Sports og er reglulega í sjónvarpi sem sparkspekingur.