Goðsögnin Martin Tyler hefur beðist afsökunar á því hvernig hann ber fram nafn stórstjörnu Manchester United, Bruno Fernandes.
Það er ekki fyrir alla að segja nafn Fernandes rétt en hann kemur frá Portúgal þar sem nöfn leikmanna geta oft reynst erfið.
Tyler hefur lengi lýst leikjum á Sky Sports sem og annars staðar en hann veit sjálfur af eigin mistökum.
,,Portúgalska tungumálið er gríðarlega erfitt. Númer átta hjá Manchester United er ‘Bruno-Fer-Nanj,“ sagði Tyler.
,,Ef ég myndi reyna að bera það fram yrði hlegið að að mér, er það ekki? En það er staðan í dag.“
,,Bruno hefur sjálfur nefnt þetta og segir ‘Bruno Fer-Nanj’ en við kölllum hann ‘Bruno Fern-Nan-Des.’ Ég bið hann afsökunar.“