Kylian Mbappe var hvergi sjáanlegur er treyja Paris Saint-Germain fyrir næstu leiktíð var kynnt.
Þetta þarf ekki að koma mörgum á óvart en það er sennilega verst geymda leyndarmál sögunnar að hann er að fara til Real Madrid í sumar.
Samningur Mbappe við PSG er að renna út en hann hefur verið orðaður við Real Madrid í nokkur ár.
Upphaflega var talið að Real Madrid staðfesta skiptin þegar ljóst yrði að félagið gæti ekki mætt PSG í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
Fulltrúar Mbappe hafa hins vegar beðið spænska félagið um að geyma það þar til PSG hefur spilað sinn síðasta leik á tímabilinu til að halda hörðustu stuðningsmönnum PSG góðum.
✨👀
❤️💙 #ICICESTPARIS | #AI pic.twitter.com/f0t5aCAjzx
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) May 10, 2024