Það er ljóst að Aston Villa mun ekki spila úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þetta árið.
Villa mætti Olympiakos í kvöld á útivelli en þeir ensku höfðu óvænt tapað fyrri leiknum í undanúrslitum 4-2 á heimavelli.
Það var því mikil brekka framundan í kvöld og því miður fyrir Villa reyndist hún of brött.
Olympiakos vann 2-0 heimasigur og fer áfram samanlagt 6-2 en Ayoub El Kaabi gerði bæði mörk liðsins.
Liðið mun spila við Fiorentina í úrslitaleik keppninnar.