Emma Hayes varð í vikunni fyrsta konan til að komast upp á vegg á heimavelli Chelsea eða í svokallaða frægðarhöll.
Fjölmargar goðsagnir má sjá á veggjum heimavallar Chelsea en Hayes varð í vikunni fyrsta konan til að ná því afreki.
Um er að ráða þjálfara Chelsea en hún er á förum frá félaginu og mun taka við bandaríska landsliðinu.
Hayes náði stórkostlegum árangri með kvennalið Chelsea og vann deildina með liðinu fjögur ár í röð.
Hayes tókst þó ekki að vinna Meistaradeildina á 12 ára tíma sínum hjá félaginu en liðið féll úr keppni gegn Barcelona í apríl.