fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 20:02

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson, framherji KA, vill ekki gefa upp hvaða útskýringinar Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, gaf fyrir því að hann væri ekki í hóp í leik liðsins gegn KA um helgina. Hann segir málið þó hafa verið blásið upp í fjölmiðlum.

„Það er bara milli mín og félagsins og þjálfarans. Ég lít á það sem búið mál í dag. Ég einbeiti mér bara að leiknum um næstu helgi. Þetta hefur verið nógu mikið í fjölmiðlum og blásið upp. Það sem maður heyrir í fjölmiðlum á ekki alltaf við mikil rök að styðjast. Eins og ég segi er þetta innanbúðar mál og við erum búnir að leysa þetta. Ég er kominn með hausinn á næsta leik,“ segir Viðar í samtali við Vísi.

Viðar hefur mikið verið á milli tannanna á fólki og hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort hann spili heinlega fleiri leiki fyrir KA, en hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabil eftir tíu ár í atvinnumennsku.

„Samkvæmt heimildum mætti Viðar Örn ekki á æfingu á leikdegi sem var um morguninn. Haldiði að þessu sé bara lokið á milli KA og Viðars?,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Viðar tjáði sig um þetta.

„Hingað til höfum við ekki verið með æfingu á leikdegi þannig ég veit ekki hvernig það stenst? En jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp en það er ekkert sem við erum ekki búnir að leysa,“ sagði Viðar.

„Það sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum er ekkert sem maður er að pæla í. Það á kannski ekki við rök að styðjast. En eins og ég sagði er þetta búið og ég get ekki beðið eftir að gera mig kláran í næsta leik.“

Viðar vonast til að komast í sitt besta form sem fyrst.

„Það er margt sem maður þarf að hugsa um. Þegar maður spilar ekki fótbolta í svona langan tíma fer takturinn og það tekur tíma að komast í alhliða form. Svo þarftu sjálfstraust og það er fullt af hlutum sem þarf að huga að og það kemur með tímanum. Ég get alveg sagt að ég er búinn að leggja ansi mikið á mig á æfingasvæðinu til að komast í mitt besta form og vonandi fer að styttast í það.“

Viðtalið í heild er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing