Dortmund leiðir kapphlaupið um framherjann Serhou Guirassy hjá Stuttgart en ensku stórliðin Arsenal og Manchester United eru einnig áhugasöm.
Sky í Þýskalandi heldur þessu fram en ljóst er að slegist verður um hinn 28 ára gamla Guirassy í sumar. Kappinn er kominn með 25 mörk í 26 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Dortmund hefur þegar rætt við fulltrúa Guirassy, sem er með klásúlu í samningi sínum upp á aðeins 20 milljónir evra.
Þýska félagið er því skrefi á undan Arsenal og United sem þó eru sögð í framherjaleit. Verðmiðinn á Guirassy heillar.