PSV varð hollenskur meistari um helgina en einn stuðningsmaður liðsins er í sárum og það mun hafa áhrif á hann um ókomna tíð.
PSV fagnaði hollenska titlinum í fyrsta sinn í sex ár um helgina en liðið hefur haft yfirburði á þessu tímabili.
Fyrir leikinn ákvað einn stuðningsmaður PSV að kveikja á blysi fyrir utan völlinn og minna á góðan árangur.
Blysið sprakk hins vegar í höndum hans og með þeim afleiðingum að einn fingur fór af honum.
Blóðið lak úr sárinu sem opnaðist við það að fingurinn fór af og var mörgum brugðið fyrir utan Phillips Stadion í Eindovhen.
Atvikið má sjá hér að neðan.
05/05/2024 Netherlands🇳🇱 PSV before the championship game against Sparta Rotterdam. PSV fan losing his fingers 🫣😳 pic.twitter.com/dCpuqh5cpb
— 𝐂𝐚𝐬𝐮𝐚𝐥 𝐔𝐥𝐭𝐫𝐚 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐢𝐚𝐥 (@thecasualultra) May 5, 2024