Mohamed Salah komst á blað fyrir Liverpool í gær sem vann lið Tottenham 4-2 í ensku úrvalsdeildinni.
Salah hefur verið einn allra besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í mörg ár og hefur skorað 18 mörk á þessu tímabili.
Egyptinn varð í gær fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að leggja upp og skora yfir tíu mörk þrjú tímabil í röð.
Stórkostlegur árangur hjá Salah sem gæti þó verið á förum frá Liverpool í sumar vegna áhuga í Sádi Arabíu.
Salah er einnig aðeins annar leikmaður í sögunni til að skora og leggja upp tíu mörk á fimm tímabilinum en Wayne Rooney afrekaði það einnig hjá Manchester United.