Strákurinn frá Darlington, Gary Martin byrjar með látum í Ólafsvík en hann samdi við Víking þar í bæ á dögunum.
Selfoss gerði allt til þess að losna við Gary og á endanum samdi þessi öflugi enski sóknarmaður við Ólafsvík sem leikur í 2. deild karla líkt og Selfoss.
Ólafsvík vann 3-0 sigur á Völsung í fyrsta leik þar sem Gary skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö.
Frábær byrjun enska framherjans sem hefur leikið með ÍA, KR, ÍBV, Val, Selfoss og nú Ólafsvík hér á landi.
Mörkin og stoðsendingar Gary má sjá hér að neðan.
Lögum það😉
Öll mörkin og Griddy fagnið hans Gary🔥#islenskurfotbolti 🎥Veo Live//Ólafsvík https://t.co/9q5rbHHefy pic.twitter.com/a6NBAHO8E3— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) May 5, 2024