Það eru ekki margir sem kannast við nafnið Max Dowman en hann er leikmaður Arsenal sem spilar í ensku úrvalsdeildinni.
Enskir miðlar fjalla mikið um Dowman þessa stundina en hann er 14 ára gamall og fékk að æfa með aðalliðinu á föstudag.
Flestir hreinlega trúa því ekki að um 14 ára strák sé að ræða en útlitslega séð þá virkar leikmaðurinn mun eldri.
Dowman hefur spilað með U18 liði Arsenal á tímabilinu og er talinn vera einn efnilegasti leikmaður liðsins.
,,Það er ekki fræðilegur möguleiki að þessi strákur sé 14 ára gamall,“ skrifar einn um Dowman og bætir annar við: ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
Myndir af honum á æfingu má sjá hér.