Marcos Reus hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa Borussia Dortmund þegar samningur hans rennur út í sumar.
Hinn 34 ára gamli Reus er algjör goðsögn hjá félaginu en hann hefur verið þar í tólf ár.
Á þessum tíma hefur hann unnið þýska bikarinn tvisvar og farið í úrslit Meistaradeildar Evrópu einu sinni. Gæti það gerst aftur nú í vor en Dortmund er komið í undanúrslit keppninnar.
Samningur Reus rennur út í sumar og verður hann ekki framlengdur. Kappinn mun því söðla um.
🚨🟡⚫️ BREAKING: Marco Reus has decided to leave Borussia Dortmund as free agent after 12 years at the club.
Reus’ contract, due to expire in June 2024 — it won’t be extended. pic.twitter.com/Cdp8BhgWtf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2024