fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2024 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í máli Kolbeins Sigþórssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í fyrirtöku eru gögn máls lögð fram en DV hefur ekki upplýsingar um hvenær aðalmeðferð, hin eiginlegu réttarhöld, verða. Þinghald í málinu eru fyrir luktum dyrum.

DV hefur ákæru málsins undir höndum. Í ákærunni hafa nöfn málsaðila verið afmáð en einnig fleiri upplýsingar, til dæmis staðsetning meints brots, sem og aldur stúlkunnar sem Kolbeinn er sagður hafa brotið gegn. Í ákærunni kemur hins vegar fram að hið meinta brot var framið þann 26. júní árið 2022.

Héraðssaksóknari skilgreinir brotið sem nauðgun og kynferðisbrot gegn barni en í lýsingu á meint broti kemur fram að ekki er um samfarir að ræða. Lýsingin er eftirfarandi:

…„ákærði dró niður nærbuxur A og strauk kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum.“

Samkvæmt heimildum RÚV, sem greindi frá málinu í gær, hefur Kolbeinn neitað sök í málinu. Héraðssaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar er farið fram á miskabætur upp á þrjár milljónir króna.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Í forgangi hjá United að selja þessa menn

Í forgangi hjá United að selja þessa menn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill áhugi þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu

Mikill áhugi þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne
433Sport
Í gær

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið
433Sport
Í gær

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða