Mark Clattenburg er hættur sem ráðgjafi hjá Nottingham Forest en hann kom inn á dögunum.
Clattenburg segist hafa verið meira fyrir og til ónota frekar en að gagnast félaginu.
Clattenburg var ráðinn til starfa til að aðstoða félagið í málefnum dómara en félagið hefur verið verulega ósátti með dómgæsluna í ár.
Clattenburg er einn reyndasti og besti dómari í sögu Englands en ráðgjöf hans var ekki að gefa félaginu mikið.
Clattenburg var ráðinn til starfa í febrúar og átti að aðstoða leikmenn og þjálfara við að skilja betur hvernig dómarar vinna í kringum VAR kerfið.