Gengi liðs Stuttgart á tímabilinu hefur heldur betur vakið athygli en liðið er búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Viðsnúningur Stuttgart í vetur hefur verið svakalegur en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð.
Liðið spilaði leik um að halda sæti sínu í deildinni en ári seinna sitja þeir í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Bayern Munchen.
Það er mikið framherjanum Serhou Guirassy að þakka en hann hefur skorað 25 mörk í 25 deildarleikjum.
Stuttgart gæti enn tapað þriðja sætinu en RB Leipzig er aðeins með tveimur stigum minna er þrír leikir eru eftir.