Arsenal er loksins búið að bjóða miðjumanninum Jorginho nýjan samning en þetta fullyrða enskir miðlar.
Jorginho hefur staðið sig með prýði í vetur en Arsenal er að berjast um enska meistaratitilinn.
Jorginho kom frá Chelsea árið 2023 en hann kostaði Arsenal 12 milljónir punda og verður samningslaus í sumar.
Arsenal vill ekki losna við þennan 32 ára gamla leikmann og er tilbúið að bjóða honum eins árs framlengingu.
Ítalinn er sjálfur með tilboð í heimalandinu og er óljóst hvort hann vilji halda áfram að spila á Englandi.