Spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Lengjudeild karla var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag.
Keflavík er spáð beint afur upp eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra. Aftureldingu er spáð öðru sæti annað árið í röð og þyrfti samkvæmt því að fara í umspil, þar sem liðið tapaði í úrslitaleik gegn Vestra í fyrra.
Því er spáð að Þór, Grindavík og ÍBV fari einnig í umspilið.
Þá er nýliðum ÍR og Dalvík/Reyni spáð falli.
Spáin
1. Keflavík
2. Afturelding
3. Þór
4. Grindavík
5. ÍBV
6. Fjölnir
7. Leiknir R.
8. Þróttur R.
9. Grótta
10. Njarðvík
11. ÍR
12. Dalvík/Reynir