Það verður eitt af forgangsatriðum Liverpool í sumar að kaupa nýjan miðvörð. Fabrizio Romano segir frá.
Það eru breytingar framundan á Anfield en Jurgen Klopp yfirgefur Liverpool í sumar eftir níu ára dvöl. Arne Slot, stjóri Feyenoord, mun taka við.
Eitt af hans verkum verður að finna nýjan miðvörð. Félagið ætlar að fara með yfir honum hvern væri best að reyna að sækja í stöðuna.
Liverpool er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það er nokkuð ljóst að liðið mun ekki kveðja Klopp með Englandsmeistaratitli eftir slæmt gengi undanfarið.
🔴❗️ Liverpool have already started looking at centre backs for the summer transfer window as one of the priority positions to cover.
Internal talks are taking place about options and list to be discussed with Arne Slot in the next weeks. pic.twitter.com/OPhW1pPtb4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024