Vestri hefur staðfest að Eiður Aron Sigurbjörnsson sé ristarbrotinn og gæti hann verið frá í allt að 12 vikur.
Eiður fór meiddur af velli gegn HK í gær og nú ljóst að meiðslin eru fremur alvarleg.
„Okkur þykir leitt að tilkynna að varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er ristarbrotinn eftir grófa tæklingu í leik liðsins gegn HK í gær. Áætlað er að endurhæfingin taki allt að 12 vikur. Við sendum batakveðjur á Eið og hlökkum til að sjá hann á vellinum seinnipart móts,“ segir í tilkynningu Vestra.
Eiður gekk í raðir Vestra frá ÍBV fyrir tímabil.