Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, var um helgina spurður út í mögulegan áhuga Manchester City.
Paqueta hefur verið orðaður við Englandsmeistarana undanfarna mánuði og gæti reynst arftaki Bernardo Silva sem fer líklega í sumar.
Brasilíumaðurinn segist þó vera ánægður í herbúðum West Ham en hvort hann fari í sumar kemur í ljós á næstu mánuðum.
,,Ég verð að sinna minni vinnu hjá West Ham. Ég ber risa virðingu fyrir þessu félagi og er hæstánægður. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað,“ sagði Paqueta.
,,Ég vil bara klára tímabilið vel, það sem skrifað er um Manchester City er frá síðasta glugga. Nú klárum við tímabilið og bíðum eftir því sem gerist næst.“