Hákon Arnar Haraldsson spilaði með liði Lille í dag sem vann lið Metz 2-1 í frönsku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða mikilvægan sigur Lille en liðið er að berjast um að komast í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.
Lille er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn og er með 55 stig, þremur stigum á eftir Monaco sem er í því öðru.
Lille á þó leik til góða á Monaco og er með sömu markatölu en Brest er í fjórða sæti með 53 stig.
Hákon fékk ekki að byrja leikinn að þessu sinni en hann kom inná sem varamaður er um 13 mínútur voru eftir.