Nott. Forest 0 – 2 Manchester City
0-1 Josko Gvardiol(’32)
0-2 Erling Haaland(’71)
Manchester City vann öruggan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Nottingham Forest.
City þurfti á sigri að halda eftir að Arsenal vann 3-2 sigur á grönnum sínum Tottenham í Lundúnum fyrr í dag.
City mun vinna titilinn ef liðið vinnur alla sína leiki sem eftir eru og eru á fínu skriði þessa stundina.
Josko Gvardiol kom gestunum yfir áður en varamaðurinn Erling Haaland kláraði leikinn í seinni hálfleik.