Víkingur R. 4 – 2 ÍA
0-1 Sveinn Margeir Hauksson(‘7)
1-1 Danijel Dejan Djuric(’20, víti)
2-1 Nikolaj Hansen(’36)
3-1 Aron Elís Þrándarson(’45)
4-1 Danijel Dejan Djuric(’67)
4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson(’76)
Víkingur Reykjavík er enn með fullt hús stiga í Bestu deild karla eftir leik við KA á heimavelli í dag.
Um var að ræða næst síðasta leik dagsins en Breiðablik heimsækir KR í síðasta leiknum klukkan 18:30.
Víkingar lentu óvænt undir í viðureigninni en svöruðu svo sannarlega fyrir sig eftir fyrsta markið.
Meistararnir skoruðu fjögur mörk áður en leik lauk og skoraði Daniej Dejan Djuric tvö af þeim í öruggum sigri.
KA lagaði stöðuna í 4-2 á 76. mínútu en Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þá annað mark liðsins sem dugði alls ekki til.
Víkingar eru á toppnum með 12 stig og er eina taplausa liðið eftir fyrstu fjórar umferðirnar.