Barcelona hyggst afla 230 milljónir evra í sumar með sölu á þremur leikmönnum. Spænski miðillinn Sport segir frá.
Það er ekkert leyndarmál að Börsungar eru í fjárhagsvandræðum en þeir sjá fram á að geta fengið mikla fjármuni inn fyrir þá Frenkie de Jong, Ronald Araujo og Raphinha samkvæmt nýjustu fréttum.
De Jong hefur lengi verið orðaður við Manchester United og er það áfram samkvæmt þessu. Þá er Araujo talinn á óskalista Bayern Munchen. Samkvæmt Sport telur Barcelona sig geta fengið 80 milljónir evra fyrir hvorn leikmann.
Þá hefur Raphinha verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en spænska félagið sér fram á að geta fengið um 70 milljónir punda fyrir hann.