fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og ÍTF skoða það að fara í herferð gegn veðmálafíkn og aðstoða þá sem eru langt leiddir. Þetta kemur fram í fundargerð sambandsins sem birt hefur verið.

Þorkell Máni Pétursson sem var kosinn í stjórn KSÍ í febrúar hafði talað um það þetta væri mál sem hann ætlaði að koma í gegn.

Rætt var um málið á fundi hjá KSÍ þann 17 apríl og ákveðið að stofna starfshóp sem skoðar stöðuna í íslenskri knattspyrnu.

Verði farið í verkefnið munu ÍTF og KSÍ fara saman í slíka herferð.

„Veðmálafíkn. Þorkell Máni Pétursson kynnti hugmyndir um fræðslu og aðstoð á vegum KSÍ. Stjórn KSÍ samþykkti að stofna starfshóp til að rýna í stöðu þessara mála í íslenskri knattspyrnu og mögulegar leiðir til fræðslu. Einnig yrði hópnum falið að kanna hvort og þá hvernig hægt sé að aðstoða þá sem eru langt leiddir í veðmálafíkn,“ segir í fundargerð.

Þorkell Máni telur vandamálið alvarlegt í heimi fótboltans hér á landi og vill sjá sambandið fara í forvarnir frekar en að bíða eftir því að einhver misstígi sig og verði dæmdur í bann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli