Ítalska fyrirsætan Paola Saulino telur að barnsmóðir knattspyrnumannsins Kyle Walker eigi að taka við honum aftur. Hún sparkaði kappanum snemma á þessu ári vegna framhjáhalds en Saulino er á því að eiginkonur knattspyrnumanna eigi að búast við slíku og geta fyrirgefið það.
Saulino hefur áður komið sér í fréttirnar fyrir að opinbera að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi haldið framhjá með sér. Telur hún að eiginkonur þeirra eigi að fyrirgefa slíkt.
Annie Kilner sparkaði Walker sem fyrr segir snemma á þessu ári þegar upp komst að hann ætti tvö börn með annarri konu. Á dögunum eignaðist hún svo fjórða barn þeirra Walker, sem á því nú alls sex börn. Er samband þeirra ágætt og setja þau börnin í forgang. Þau hafa þó ekki tekið saman á ný í bili að minnsta kosti.
„Að mínu mati á að fyrirgefa karlmönnum fyrir svona svik. Það er það sem mæður okkar og ömmur gerðu og hefur verið gert þar til í dag. Þetta særir en þú getur ekki fengið allt í lífinu,“ segir Saulino.
„95% eiginkvenna fótboltamanna samþykkja að þeir haldi framhjá því þær vita að fyrir utan að vera eiginkonur þeirra eru þær ekkert. Ég gæti þetta ekki en hver kona hefur sín markmið í lífinu. Mitt ráð til þessara kvenna er að samþykkja framhjáhald og standa á sama um það. Í flestum tilfellum eiga þær varla annað skilið og eiga maka sem er á góðum launum og í forréttindastöðu.“