Einhverjir stuðningsmenn Manchester United voru aðeins of fljótir á sér og fóru snemma af velli í sigrinum á Coventry í gær.
Liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins og komst United í 3-0. B-deildarliðið jafnaði hins vegar í 3-3 á ótrúlegan hátt og var farið í framlengingu.
Þar var ekkert skorað en Coventry kom þó boltanum í netið í blálokin. Það var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu í aðdragandanum. Því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði United betur.
Eftir mark Coventry sem var dæmt af ruku einhverjir stuðningsmenn hins vegar af velli ansi pirraðir, bara til að komast að því að VAR hefði dæmt markið af.
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar umræddir stuðningsmenn taka U-beygju aftur á völlinn. Það verður að teljast ólíklegt að þeim hafi verið hleypt aftur inn.
United fans running back to the ground after VAR offside decision 😭pic.twitter.com/nO8ULnwUGA
— 𝐄𝐑 (@ErlingRoIe) April 22, 2024