Eins óvænt og það gæti hljómað þá er Kyle Walker, leikmaður Manchester City, víst búinn að bjóða fyrrum kærustu sinni Lauryn Goodman á EM í Þýskalandi í sumar.
Það væri ekki beint frásögu færandi fyrir utan það að Walker er byrjaður aftur með núverandi einkonu sinni, Annie.
Annie komst að framhjáhaldi Walker fyrr í vetur og var honum sparkað út af af eigin heimildi tímabundið áður en parið náði sáttum.
Walker mun spila með enska landsliðinu í Þýskalandi í sumar en hann á barn með Lauryn, strák að nafni Kairo.
Lauryn er sjálf ákveðin að Kairo fái að sjá pabba sinn spila á EM í sumar og er það eitthvað sem Walker styður út í gegn.
Ljóst er að koman kemur á viðkvæmum tíma eftir að Walker er nýbúinn að ná sáttum við Annie sem vill ekkert með Lauryn hafa í þeirra lífi.
Lauryn lofaði sjálfri sér að Kairo myndi ná EM í Þýskalandi fyrir tveimur árum er þau létu ekki sjá sig á heimsmeistaramótinu í Katar.