Liverpool þarf á sigri að halda í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Fulham á útivelli.
Liverpool er eins og flestir vita í harðri toppbaráttu og getur komist upp að hlið Arsenal með sigri í dag.
Þeir rauðklæddu eru með 71 stig fyrir leikinn, þremur stigum á eftir Arsenal en er þói með töluvert verri markatölu.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Fulham: Leno, Castagne, Tosin, Bassey, Robinson, Palhinha, Lukic, Iwobi, Andreas, De Cordova-Reid, Muniz.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah, van Dijk, Robertson, Endo, Elliott, Gravenberch, Gakpo, Jota, Díaz