ÍA 5 – 1 Fylkir
1-0 Hinrik Harðarson(’11)
2-0 Steinar Þorsteinsson(’51)
3-0 Jón Gísli Eyland Gíslason(’54)
4-0 Viktor Jónsson(’67)
5-0 Albert Hafsteinsson(’77)
5-1 Theodór Ingi Óskarsson(’85)
Lið ÍA var í miklu stuði í Bestu deild karla í dag er liðið mætti Fylki í Akraneshöllinni á Akranesi.
ÍA komst yfir snemma leiks en tók öll völd á vellinum í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk.
Fylkismenn misstu mann af velli á 45. mínútu en Orri svbeinn Stefánsson var sendur í sturtu og útlitið ekki gott.
ÍA nýtti sér það til fulls og skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og komst Viktor Jónsson á meðal annars á blað og gerði sitt fjórða mark í sumar.