Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar í Bestu deild karla og er liðið án stiga eftir leiki gegn Víkingi og KR. Í kvöld tekur liðið á móti Val.
„Það var verið að tala Stjörnuna upp til skýjanna fyrir mót,“ sagði Helgi í þættinum.
„Það voru margir að því en ég held að margir hafi líka verið að prjóna yfir sig þar. Þeir missa tvo langbestu mennina sína frá því í fyrra,“ sagði Hrafnkell þá.
„Ég held það sé meiri pressa á Val,“ bætti hann við. Valur vann sinn fyrsta leik gegn ÍA en olli vonbrigðum í markalausu jafntefli gegn Fylki í annarri umferð.
Umræðan í heild er í spilaranum.