Valskonur halda áfram að bæta við hóp sinn fyrir komandi tímabil en Valur hefur samið við vinstri bakvörðinn Camryn Paige Hartmann og gildir samningurinn út tímabilið.
Þessi 24 ára gamli bandaríski bakvörður er frá Cleveland Ohio í Bandaríkjunum og á nokkuð farsælan feril úr háskólaboltanum að baki.
Camryn er þegar byrjuð að æfa með Valskonum sem hefja leik í Bestu deildinni gegn Þór/KA að Hlíðarenda á sunnudag.