Áhorfandi á leik Monterrey og Tigres í mexíkóska boltanum um síðustu helgi gæti verið í miklum vanda fyrir athæfi sitt í stúkunni.
Leikurinn fór fram á sunnudag en áhorfandinn virðist á myndum og myndböndum pissa í glas og hella því á þá sem voru fyrir neðan hann í stúkunni.
Maðurinn hló svo dátt í kjölfarið.
Samkvæmt Daily Mail rannsaka mexíkósk yfirvöld nú málið og reyna að hafa uppi á áhorfandanum sem um ræðir.
Hér að neðan má sjá myndir af þessu.