Spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Bestu deild kvenna var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar nú fyrir skömmu.
Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Val er spáð titlinum fjórða árið í röð. Þar á eftir koma Breiðablik og Þór/KA.
Því er spáð að Tindastóll og Keflavík falli en nýliðar Víkings og Fylkis haldi sér uppi.
Spáin í heild
1. Valur
2. Breiðablik
3. Þór/KA
4. Stjarnan
5. FH
6. Þróttur
7. Víkingur
8. Fylkir
9. Keflavík
10. Tindastóll