fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 10:07

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið Lyngby og er því endanlega genginn í raðir félagsins.

Andri kemur frá Norrköping en hann hefur verið á láni hjá Lyngby á leiktíðinni. Hefur hann staðið sig frábærlega og er kominn með tíu mörk í úrvalsdeildinni.

„Við erum mjög ánægðir með að hafa náð samkomulagi við hann. Hann hefur staðið sig vel frá fyrsta degi og er þegar stór prófíll í dönsku úrvalsdeildinni þó hann sé aðeins 22 ára gamall. Við erum vissir um að hans bíður frábær knattspyrnuferill,“ segir Nicas Kjeldsen, þjálfari Lyngby.

Andri er sjálfur himinnlifandi með samninginn við Lyngby.

„Ég er mjög ánægður hjá Lyngby og er ánægður með að vera kominn hingað endanlega. Mér var vel tekið hér frá fyrsta degi, ekki síst af stuðningsmönnum. Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt. Ég mæti hingað og fer héðan brosandi á hverjum degi og það skiptir mig máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“