Forráðamenn Arsenal brosa þessa vikuna eftir að þeir fengu 2 milljónir punda greiddar frá Fulham.
Ástæðan er sú að Fulham er búið að tryggja veru sína í deildinin á næstu leiktíð en slík klásúla var í samningi liðsins vegna Bernd Leno.
Leno var keyptur til Fulham frá Arsenal en þýski markvörðurinn hefur staðið vaktina vel í marki Fulham.
Nú fær Arsenal rúmar 350 milljónir í sinn vasa sem gætu komið sér vel fyrir sumarið þegar liðið vill styrkja sig.
Leno kom til Fulham fyrir tveimur árum eftir ágætis tíma hjá Arsenal.