„Þetta leggst vel í mig. Það er gott að vera í Kópavoginum og spila þar. Ég bý í Salahverfinu svo það er stutt að fara,“ sagði Guðmundur, léttur í bragði, en leikurinn fer fram á heimavelli Augnabliks.
„Bikarinn er sérstakur og það er alltaf alls konar sniðugt sem gerist þar. Við stefnum á að mæta, gera okkar og hafa gaman.“
Stjarnan hefur ekki byrjað sem skildi í Bestu deildinni en liðið er án stiga eftir leiki gegn Víkingi og KR.
„Eðlilega hefðum við viljað vera með sex stig. En staðan er bara svona. Við þurfum að bæta okkar leik.“
Leikmenn eru þó allir fullir sjálfstrausts.
„Við erum með hörkumannskap og hörkulið. Þó við töpum tveimur leikjum er það enginn heimsendir. Við bara höldum áfram. Við vitum hvað við getum og eigum að geta sýnt. Við verðum bara að sækja það,“ sagði Guðmundur.
Viðtalið í heild er í spilaranum.